22.9.2012 | 13:58
Uppskeruhátíð
Ágæta Gróttu-fólk,
Langt og strangt keppnissumar knattspyrnukrakka Gróttu er nú á enda. Uppgangur í starfi yngri flokkanna hefur verið góður og margir glæstir sigrar unnist. Það sem er þó ánægjulegast er að almennt hafa framfarir verið miklar og iðkendum fer fjölgandi. Þessu ber að fagna og því blásum við til uppskeruhátíðar knattspyrnudeildar, þriðjudaginn 25. september í hátíðarsal Gróttu (íþróttahúsi). Dagskráin verður sem hér segir:
Kl. 17:00 Verðlaunaafhending hjá 6., 7. Og 8. FL. KK og KVK Grill og gleði kl. 17:30
Kl. 17:30 Verðlaunaafhending hjá 4. og 5. FL. KK og KVK Grill og gleði kl. 18:00
Kl. 18:00 Verðlaunaafhending hjá 2. og 3. FL. KK og KVK Grill og gleði kl. 18:30
Við hvetjum alla iðkendur og foreldra til að mæta tímanlega og taka þátt í gleðinni. Pylsur og safi verður í boði deildarinnar.
Með Gróttu-kveðju,
Stjórn yngriflokkaráðs knd. Gróttu
Um bloggið
Knattspyrnudeild Gróttu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.